hver er??
ég heiti ólafía sigurðardóttir. ég ólst (að mestu) upp í grímsnesinu. er ættuð þaðan og úr arnarfirðinum. ég er næst elst af fimm systrum. bestar í heimi.
mín helstu áhugamál eru sund, ferðalög, tíska og stjörnuspeki. (sjokker)
mér finnst fátt skemmtilegra en að kynnast nýju fólki. eignast vini og eiga vini. ég hef mjög gaman af mismunandi týpum. elska að sjá fólk gera sitt í lífinu, finna sína hillu og gera það sem það elskar.
mér líður lang best í kringum vini mína og fjölskyldu. dýrka þetta fólk. en það er líka mjöööööög mikilvægt fyrir mig að eyða tíma alein með sjálfri mér. ég er nefnilega frekar mikill vatnsberi….
mér finnst mjög gaman og gefandi að prófa nýja hluti og koma sjálfri mér eins langt fyrir þægindarrammann minn og ég líkamlega get. ef ég er hrædd við að gera eitthvað….. þá þýðir það oftast að ég þurfi að gera það. hefur gengið ágætlega hingað til.
oohh mér finnst líka óóóóóótrúlega gaman að skrifa. hef skrifað reglulega í dagbók síðan ég var 16 ára. váá´á hvað það er gaman!!! mæli svo innilega með því. gott að koma hlutunum frá sér og ég tala nú ekki um hvað það er gaman að lesa nokkrum árum/mánuðum seinna. svo byrjaði ég að blogga í september 2024. í rauninni er það bara opinber dagbók. mjög gaman. elska nefnilega að hafa gaman.
oh ég elska líka að fara á stefnumót. það kennir mér svo mikið mig sjálfa… og aðra. ok bæ!
hér er hlekkur að persónulega blogginu mínu ;)
hver er astrólafía?
ég hef haft áhuga á stjörnuspeki alla tíð. það var þó ekki fyrr en 2020 sem ég fór að kryfja það betur og kynna mér að einhverri alvöru. árið 2022 skráði ég mig í stjörnuspekiskóla á netinu (sydney astrology school) og hef kafað djúpt í heim stjarnanna síðan þá.
ég trúi því að hvert og eitt einasta okkar sé algjörlega ómissandi og að við skiptum öll miklu meira máli í stóra samhenginu en við gerum okkur grein fyrir.
ég vil fyrst og fremst nýta stjörnuspekina sem tól til að hjálpa fólki að skilja sig og skilja aðra. stjörnuspeki gefur einstaklingnum leyfi til að vera eins og hann er.
astrólafía stendur fyrir ástríðu, frelsi og hugrekki !
ég vil stuðla að því að þú fyllist ástríðu fyrir lífinu. veita þér frelsi til að vilja skapa þitt líf eins og þú þráir og hugrekki til að gera það að raunveruleika.
lauk ársnámi hjá Sydney Astrology School í ágúst 2023
fór á stjörnuspeki-ráðstefnu á ítalíu í septeber 2024
lauk ársnámi hjá Daisy (@flowersfordais) í desember 2025