hvað er stjörnukortalestur?
stjörnukortið þitt er eins konar leiðarvísir þinn í gegnum lífið. það segir sögu þína frá fyrri lífum og hvernig það spilar inn í þetta líf.
fyrir mér er stjörnuspeki fyrst og fremst stórfenglegt tól til að hjálpa okkur að átta okkur á mikilvægi okkar. við erum öll stjörnur, en það er ekki það sama sem lætur okkur öll skína. líkt og sólin í sólkerfi okkar sem fær stjörnur þess til að skína. erum við öll með okkar eigin sól í kortum okkar, sú sól er lífskraftur okkur. skínum saman og lýsum upp heiminn beibí!!
áður en þú kaupir kortalestur er mikilvægt að lesa skilmálana vel !!!!!!
sko ég vil líka að þið vitið að þið ráðið ykkur sjálf. það eina sem ég geri er að miðla þeim upplýsingum sem kortið segir mér. ég geri það í samráði við ykkur samt. og ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið einbeita ykkur að í þessum lestri þá er mjög gott að vita það. hvort sem það eru sambönd, ferill, fjölskylda, hvað sem er! nefndu það og við einbeitum okkur að því.
það er hægt að skoða endalaust og tala um hvert stjörnukort að eilífu. en kortalestur hjá mér er klukkutími þar sem ég skoða allt sem kortið vill segja mér (með áherslu á það sem þú vilt forvitnast um)
ég fer yfir þrá sálarinnar í fyrra lífi og hvernig það hefur áhrif á það sem sálin þín vill læra í þessu lífi!
í kortalestri hjá mér fer ég yfir stjörnukortið þitt frá sjónarhorni þróunar-stjörnuspeki; sem spyr afhverju? afhverju hefur sálin ákveðið að koma til baka með tungl í hrúti? eða með sól í sporðdreka? hvað vill sálin læra í þessu lífi?
algengar spurningar
-
til að geta bókað kortalestur þarftu að vita eftirfarandi:
fæðingardagur
fæðingartími (því nákvæmari því betri)(sirka í hádeginu segir voða lítið)
fæðingarstaður
-
stjörnukortinu er skipt í 12. hús. húsin breytast í tengslum við sjóndeildarhringinn og lengdarbauginn. því skiptir máli að vita hvar og hvenær þú fæðist.
húsin tákna mismunandi svið lífsins (í stuttu máli) og hafa áhrif á hvaða sviði ákveðin pláneta í ákveðnu merki vill segja eitthvað. fattiði?
-
þá máttu bara fokka þér :) djók
þú getur prófað að senda tölvupóst á spítalann sem þú fæddist á. þú getur einnig prófað að senda á þjóðskjalasafnið. (sendir full nöfn og kennitölur þinnar og móður þinnar)
svo eru líka hægt að vinna aftur á bak og finna tímasetninguna út frá upplifunum í lífinu þínu (birth chart rectification). ég býð ekki upp á það reyndar en það eru eflaust spekingar þarna úti sem geta hjálpað!
-
lestur hjá mér kostar 16.000 isk
-
nah fam. ég er ekki miðill. ég get ekki sagt þér hvenær hlutir í lífi þínu munu gerast. ég trúi á frjálsan vilja einstaklingsins. ég trúi ekki að lífið gerist bara við þig.
-
eins og staðan er núna býð ég einungis upp á persónulegan stjörnukortalestur. þ.e. fæðingarkort einstaklinga.
en ég mun bókað bjóða upp á það seinna, finnst það mjög spennandi!
-
því mér finnst það töff og ég ræð mér sjálf.