umsagnir
-
<3
Það má með sanni segja að lesturinn hjá Ólafíu var framar mínum vonum og væntingum. Allt frá skráningu fram til lesturs var til fyrirmyndar, en Ólafíu er annt um að maður skilji upplýsingarnar vel og kemur því vel frá sér. Ég valdi að fá lesturinn minn sendan á myndbandi og get mælt með því, því þá get horft á efnið aftur og aftur. Ólafía kemur efninu frá sér á einlægan og skemmtilegan hátt, en ég bæði grét og hló yfir lestrinum. Ég var með mikla eftirvæntingu fyrir lestrinum, en þetta var mín fyrsta upplifun af stjörnukortslestri - en ég er búin að vera orðlaus yfir því hvað lesturinn hafði mikil áhrif á mig og ég tel stóran hluta af því vera hvað Ólafía kemur hlutunum vel frá sér. Það er augljóst að hún er með mikla þekkingu á þessu sviði, er vel undirbúin og annt um að maður njóti ferlisins. Ég get klárlega mælt með lestri hjá Ólafíu!
- Árný
-
<3
Það var svo gaman að fá stjörnukortalestur hjá Ólafíu og ótrúlega margt sem ég lærði á stuttum tíma. Það var þægilegt að fá lesturinn á upptöku og að geta downloadað honum til þess að eiga seinna. Hún gaf mér allar upplýsingar sem ég þurfti fyrir lesturinn og það var strax bara svo geggjað vibe. Það var svo gott að anda rólega og kjarna sig aðeins áður en hún byrjaði sem mér fannst mjög sniðugt og slakandi.
Mér fannst lesturinn sjálfur mjög áhugaverður og vel útskýrt hvernig kortið fléttast saman og það var ótrúlegt hvað allt passaði vel við mig! Þetta hjálpaði mér að skilja tilfinningar mínar betur og peppaði mig rosalega í að vera meira skapandi og bara að tjá mig meira almennt. Mér fannst hún gera þetta svo vel og ég hefði getað hlustað endalaust lengur. Þannig að ég mæli hiklaust með lestri hjá Ólafíu og ég mun klárlega fara aftur til hennar í lestur seinna.
-KK💖
-
<3
Ég fékk frían lestur hjá Ólafíu svo hún gæti æft sig. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast en ég bjóst ekki við að fá svona góða og nákvæma útskýringu á afhverju ég er eins og ég er, var í smá sjokki hvað hún var mikið on point! Eins og hún væri að lesa hugsanirnar mínar. Fékk stóra staðfestingu á hvernig ég vil lifa lífinu sem enginn annar hefur getað gefið mér. Einnig kom hún með góða punkta til að takast á við mínar áskoranir í lífinu og á svo einlægan hátt. Ólafía var algjörlega hlutlaus í lestrinum og útskýrði allt svo vel. Upplifði ekkert nema góða og jákvæða orku og mér leið mjög vel eftirá. Hún fær 100% mín meðmæli🩷
-
<3
Góður lestur þar sem hún segir skemmtilega frá. Stjörnumerkin og húsin eru tengd á áhugaverðan hátt og útskýrir hún mjög vel hvernig stöðurnar fléttast saman. Hún tók fyrir það sem stóð uppúr og tók góðan tíma í að útskýra vel fyrir manni. Ég tengdi við allt sem kom fram og mæli heilshugar með lestri frá Astrólafíu 👌⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
-
<3
Ég mæli svooo mikið með stjörnukortalestri frá Astrólafíu!!! Þetta var svo ótrúlega persónulegur, næmur og nákvæmur lestur að það eiginlega hræðir mig, sem er mjög góður hlutur. Ólafía er mjög skýr og nær að lýsa flóknum hlutum á mjög skiljanlegan máta, ég lærði margt nýtt um bæði stjörnuspeki og mig sjálfa.
Fimm stjörnur! ⭐⭐⭐⭐⭐
-Isabelle
-
<3
Mæli 100% með lestri frá Astrólafíu hún er algjört æði! Fer vel í díteila og skemmti mér og hélt mér áhugasamri í gegnum allan lesturinn, hefði geta hlustað á hana endalaust💗🫶🌟
-
<3
Fannst mjög gaman að fá lestur og fékk útskýringu á svoo mörgu, bara hvernig ég er og að skilja mínar tilfinningar. Mér finnst hún hafa gott vibe og fannst smá eins og vinkona mín væri að tala við mig. Frekar crazy hvernig hún vissi bara alls konar. Er á smá krossgötum í lífinu og finnst þessar upplýsingar hjálpa mér að ráða úr því. Hún var ekki að segja mér hvað ég á að gera en meira svona útskýring á mér <3 Væri mjög til í að koma aftur til hennar í lestur!
-
<3
Fékk mjög áhugaverðan og vandaðan lestur, en hann var líklega sjúklega skemmtilegur og spot on! Hefði getað hlustað miklu lengur💗 Greiningin var skýr og það kom ótrúlega margt fram sem átti svoo vel við mig og hjálpaði að setja reynslu og tilfinningar í samhengi. Það var svo margt sem meikaði bara sense. Líka sjúklega áhugvert að heyra hvernig maður gæti hafa verið í fyrra lífi og skilja af hverju maður þráir það sem maður þráir núna í þessu lífi og hvað það er mikilvægt að vera opinn fyrir þessari nýju orku.
Mæli hiklaust með Ólafíu, hún gerir þetta svo vel 🥰
-Andrea Ósk
-
<3
Vá hvað þetta var skemmtilegt! 🤩🤩 Ólafía er mjög skýr og veit svo ótrúlega mikið um hvað hún er að tala. Hún útskýrir allt svo vel og gerir það á mjög skemmtilegan hátt. 🤍
Ég mæli hiklaust með að fá lestur hjá henni!!
-
<3
mæli eindregið með lestri frá ólafíu! maður kemur vitrari út úr lestrinum en áður fyrr, og líka bara ótrúlega skemmtilegt ef maður hefur áhuga fyrir þessu nú þegar. algjör fagmaður hér á ferð sem veit hvað í syngur, mjög engaging og náði að útskýra vel ef það var eitthvað óskýrt. bý líka erlendis þannig það var ótrúlega hentugt að geta gert þetta í gegnum zoom, it is 5 stars from me🌟🌟🌟🌟🌟
-
<3
Lesturinn gaf mér meiri skilning á mig sjálfa og hvernig ég get nýtt mér stjörnukortið til að finna leiðir sem bæði henta mér og vinna með mér. Ólafía er mögnuð í því sem hún gerir og ég mæli hiklaust með að bóka tíma! Hún fór í öll atriði með miklum skýrleika, var dugleg að spurja hvert atriði og hvort það ætti við. Maður var óhræddur við að spurja spurninga og hún var góð í að svara þeim🫶
-
<3
Það er svo gaman að fá að heyra ókunnuga manneskju að tala um sig eins og hún þekki mann! Astrólafía er ótrúlega næm og hæfileikarík í að lesa stjörnukort og ég naut mín í botn. Mér fannst sérstaklega áhugavert að heyra um suður og norður nóðuna mína; fyrra líf og hvað mér er ætlað að læra í þessu lífi. Það var eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt af áður. Mæli heilshugar með lestri hjá þessari skemmtilegu stelpu sem brennur augljóslega fyrir því sem hún gerir. Takk <3
-Emilía
-
<3
Ég fékk skýran og fræðandi lestur frá Ólafíu í vikunni og er enn að hugsa um hann. Ég hafði sjálf eitthvað skoðað kortið mitt fyrir en fékk miklu meiri innsýn í hlutina sem ég skildi aldrei í stjörnuspeki í þessum lestri. Ólafía útskýrði ótrúlega vel hvaða orku hver pláneta hefur og hvernig þær tengjast á kortinu! Það er alveg fáránlegur sannleikur sem kemur frá henni án þess að hún þekki mig vel persónulega. Ég hlakka til að fara einn daginn aftur í lestur en þangað til get ég alltaf horft aftur á skemmtilegu myndbandsupptökuna sem ég fékk að eiga. Ég lærði heilan helling og mæli innilega með!!<333
-
<3
Mjög áhugaverður lestur! Ólafía útskýrði allt svo vel fyrir mér, sérstaklega með fyrri líf sem að ég tengi við núverandi lífi að einhverju leyti. Gaman að læra betur hvað húsin tákna og hvernig þau raðast í kortinu og líka um þau merki sem eru ekki "bara" „big three“. Mér fannst hún þekkja mig án þess að þekkja mig. Virkilega skemmtilegt og hún gaf sér mjög góðan tíma í að útskýra hverja plánetu og hverju og hvernig þær þjóna mér í lífinu. Einstaklega skemmtilegt og innihaldsrík reynsla. Takk fyrir!✨💖 Ég mæli 100% með.