persónuvernd
hæ vinir
að koma í stjörnukortalestur er ótrúlega fallegt og persónulegt. ég þakka ykkur svo innilega fyrir traustið! og vil að það sé mjög skýrt að þið getið treyst mér. alltaf réttinn til þess að óska eftir því að ég eyði upplýsingum um ykkur. ég geymi ýmsar upplýsingar, t.d. tölvupóstinn þegar þið kaupið lestur en ef þið viljið breyta eða eyða þeim á græja ég það um leið!
allt sem kemur fram í stjörnukortalestri er okkar á milli. þær upplýsingar sem ég gef þér eru þínar til að eiga og varðveita. ég tek lesturinn upp og sendi þér í tölvupósti. það er algjörlega þitt að ákveða hvað þú gerir við upptökuna. en já eins og ég segi. þessar upplýsingar eru þínar. ég fer aldrei með persónuupplýsingar eða innihald lestursins lengra.
ég eyði kortinu þínu og lestrinum í síðasta lagi mánuði eftir að ég hef sent þér lesturinn…. bara segja… mjög gott að hala þessu niður sem fyrst því ég geymi ekki að eilífu.